Í hnotskurn
Allar flóðgáttir opnuðust. Það hellirigndi á Anfield Road bæði regni og mörkum. Fyrsta deildarmark Jamie Carragher á öldinni leit dagsins ljós. Þetta er leikur Liverpool og Fulham í hnotskurn.
- Þetta mun hafa verið 150. leikurinn á stjórnartíð Rafael Benítez.
- Þetta var 50. deildarsigurinn sem Liverpool vinnur undir stjórn Rafael.
- Þetta var stærsti heimasigur Liverpool á leiktíðinni.
- Samkvæmt talningum áttu leikmenn Liverpool 33 martilraunir í leiknum!
- Fulham hefur aldrei í sögu sinni unnið leik á Anfield Road.
- Þetta var 25. deildarleikur Liverpool í röð á Anfield Road án taps.
- Jose Reina hélt markinu hreinu sjötta leikinn í röð.
- Liverpool hefur ekki fengið á sig marki í síðustu fimm deildarleikjum.
- Steven Gerrard smisnotaði vítaspyrnu þótt það kæmi ekki að sök. Hann er búinn að misnota tvær síðustu spyrnur sínar frá vítapunktinum. Hann náði ekki að skora gegn Portúgal í vítaspyrnukeppninni á HM í sumar.
- Sem betur fer skoraði Steven úr mikilvægustu vítaspyrnunu sinni á árinu. Það var í úrslitaleik F.A. bikarsins í vor en það skoraði hann af miklu öryggi gegn West Ham United.
- Markið sem Steven skoraði var það 50. sem Liverpool skorar í deildarleik gegn Fulham á Anfield Road.
- Jamie Carragher skoraði fyrsta deildarmark sitt á 21. öldinni. Síðasta deildarmark hans kom þann 16. janúar 1999 þegar Liverpool vann Southampton 7:1 á Anfield Road.
- Sanz Luis Garcia skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Mark Gonzalez skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Jose Reina lék sinn 50. deildarleik. Í þeim leikjum hefur hann haldið markinu 28 sinnum hreinu. Það er félagsmet ef fyrstu 50 leikir eru taldir hjá markverði.
Jákvætt:-) Liverpool vann stærsta sigur sinn á heimavelli á leiktíðinni. Mörkunum rigndi loksins þegar ísinn var brotinn. Meira að segja Jamie Carragher skoraði og það var sérlega gaman að sjá hann fagna marki. Það var gott að sjá Mark Gonzalez koma aftur til leiks eftir meiðsli. Jermaine Pennant lék einn besta leik sinn með Liverpool. Enn hélt Jose Reina markinu hreinu.
Neikvætt:-( Það er aldrei gott þegar menn misnota vítaspyrnu en það kom ekki að sök í þetta sinn. Annað var það nú ekki sem betur fer.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Daniel Agger. Enn einn stórleikurinn hjá Dananum sem var öryggið uppmálað. Hann er mjög góður með boltann og sýndi líka að hann getur spilað honum vel með frábærri sendingu frá vinstri sem Luis Garcia skallaði í mark.
2. Jamie Carragher. Skoraði frábært mark og átti stórleik.
3. Xabi Alonso. Hann er aftur farinn að leika vel inni á miðjunni. Sendingarnar hans voru hárnákvæmar og sköpuðu hættu.
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!