Sigurinn fyrir öllu
Markið sem Craig Bellamy skoraði í gær var merkismark en hann taldi sigur Liverpool mikilvægari markinu. Til að gera grein fyrir því hvað var sérstaklega merkilegt við þetta mark skal hér greint frá því að markið var það 50. sem Craig skrorar í Deildarkeppni á Englandi. Fjögur þeirra hefur Craig skorað fyrir Liverpool en hin skoraði hann fyrir Norwich City, Coventry City, Newcastle United og Blackburn Rovers.
"Ég er hæstánægður með að hafa skorað 50. deildarmark mitt en það var þó enn betra að ná þremur stigum í hús og halda góðu gengi okkar áfram. Við vissum að annað markið í leiknum var mikilvægt. Það tók okkur drjúgan tíma að ná því en þegar það tókst vissum við að sigurinn var í höfn. Þegar við vorum bara einu marki yfir gat allt gerst þrátt fyrir að við réðum lögum og lofum á vellinum. Charlton fékk til dæmis gott færi rétt áður en ég skoraði."
Þess má að lokum geta að þetta var í sjötta sinn sem Craig Bellamy skorar gegn Charlton Athletic á ferli sínum. Hann hefur ekki skorað oftar gegn nokkru öðru félagi. Skyldi Rafael Benítez hafa vitað það áður en hann valdi liðið?
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni