Leik Liverpool og Arsenal frestað vegna þoku!
Leik Liverpool og Arsenal í átta liða úrslitum Deildarbikarsins, sem fara átti fram á Anfield Road í kvöld, var frestað vegna þoku. Dómari leiksins ákvað klukkutíma fyrir leik að þokan í Liverpool væri of þykk til að leikurinn gæti farið fram. Alls óvíst er hvenær leikurinn getur farið fram. Báðir framkvæmdastjórarnir voru mjög óánægðir með þessa ákvörðun. Þeir voru tilbúnir að leika annað kvöld en það þykir of stuttur fyrirvari til að færa leik til nú til dags.
Rafael Benítez sagði þetta í kvöld. "Bæði ég og Arsene töldum að það væri hægt að spila leikinn. Við verðum þó að virða ákvörðun dómarans en við erum ekki sammála henni. Við hefðum getað spilað við þessar aðstæður. Dómarinn sagði okkur að hann ætti erfitt með að sjá yfir völlinn og það gæti líka reynst erfitt fyrir aðstoðarmenn hans. Ég og Arsene Wenger reyndum að sannfæra dómarann um að við gætum spilað leikinn en án árangurs. Okkur er vandi á höndum því ef við gerðum jafntefli við Arsenal í F.A. bikarnum hvenær eigum við þá að spila þennan leik? Kannski getum við spilað um báða bikarana í einum leik!"
Það verður erfitt að koma þessum leik á dagskrá því jólatörnin er framundan. Ekki bætir úr skák að þessi lið mætast í 3. umferð F.A. bikarsins í byrjun árs. Undanúrslitaleikirnir í Deildarbikarnum eru svo á dagskrá seinna í janúar. Fyrst ekki var hæt að spila annað kvöld gæti reynst þrautin þyngri að koma þessum leik á.
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!