Mark spáir í spilin
Þótt jólatörnin hefjist ekki opinberlega fyrr en á öðrum degi jóla þá má segja að hún gangi í garð á Þorláksmessu. Nýliðar Watford koma þá í jólaheimsókn í fyrra fallinu til Liverpool. Geitungarnir hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíðar eins og von var á en samt er liðið harðsnúið og fá lið hafa átt auðvelt með að landa sigri gegn þeim.
Leikmenn Liverpool fengu óvænt frí í vikunni. Stórleikur liðsins gegn Arsenal í Deildarbikarnum gat ekki farið fram vegna þykkrar þoku sem lá yfir borginni. Því fengu leikmenn Liverpool óvænt tækifæri til að slaka á og taka þátt í jólaundirbúningnum á heimilum sínum. Líklega þarf að baka og huga að jólainnkaupum á þeirra heimilum sem öðrum. En venju samkvæmt verður í mörg horn að líta hjá leikmönnum Liverpool, sem og annarra liða á Englandi, um hátíðirnar. Löng hefð er fyrir jólatörninni á Englandi og hún þykir nauðsynlegur hluti af jólahaldi margra. Fólk flykkist á vellina og peningarnir streyma í fjárhirslur og þannig vilja Englendingar hafa það. Að minnsta kosti er ekkert útlit á að jólatörnin verði lögð af og er það vel! En hvað skyldu margir áhorfendur á Anfield Road á morgun fá sér skötu fyrir leikinn?
Liverpool v Watford
Ég á ekki von á neinu öðru en að Liverpool vinni þennan leik. Þar sem Deildarbikarleik liðsins hans Rafael Benítez var frestað í vikunni ættu leikmenn liðsins að vera úthvíldir fyrir jólatörnina. Liverpool hefur gegnið vel að skora á heimavelli en Watford hefur átt í erfiðleikum með að finna netmöskvana.
Úrskurður: Liverpool v Watford. 3:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!