Erfiður leikur framundan
Rafael Benitez segir að leikurinn gegn Blackburn í dag verði erfiður og vill að leikmenn sínir horfi ekki á stöðu liðanna í deildinni fyrir leikinn.
Eftir 6-2 tap Blackburn gegn Arsenal á Þorláksmessu eru Blackburn menn aðeins einu stigi frá fallsæti og koma þeir líklega til með að berjast eins og ljón fyrir þrem stigum gegn Liverpool á Ewood Park í dag, annan dag jóla.
Rafael Benitez telur að þátttaka Blackburn í Evrópukeppni félagsliða gæti útskýrt að einhverju leyti slakt gengi þeirra í deildinni en segir að lið þeirra sé of gott til að vera svona neðarlega í stigatöflunni eins og raun ber vitni.
,,Þetta verður erfiður leikur gegn góðu liði sem eru með góðan stjóra í Mark Hughes," sagði Benitez.
,,Það er erfit þegar lið eru að spila í deildinni og í bikarkeppnum. Ég hef reynslu af þessu; þegar við erum að spila í Meistaradeildinni og svo þarf að spila stuttu seinna í deildinni er það ekki auðvelt fyrir leikmenn. Ég man þegar við vorum í ellefta sæti og fólk sagði að við værum í erfiðleikum í deildinni en ef maður vinnur tvo leiki í röð þá er maður kominn í miðja deild eða í efri hlutann."
"Ég þarf þó aðeins að hafa áhyggjur af Liverpool og ég er ánægður með formið núna, við höfum spilað marga leiki án þess að fá á okkur mark og það sýnir að liðið er að spila vel. Við höfum jafnvægi á hlutunum og andstæðingar okkar fá ekki mörg markttækifæri."
Benitez sagði jafnframt að Craig Bellamy er æstur í að fá að spila gegn sínum gömlu félögum en Bellamy hefur verið í góðu formi undanfarið og hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum.
,,Bellamy er að spila vel fyrir okkur núna og ef hann spilar þá vona ég að hann skori sigurmarkið fyrir okkur," sagði Benitez að lokum.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna