Mark spáir í spilin
Mark Lawrenson er ekki síður önnum kafinn en leikmennirnir í ensku knattspyrnunni nú yfir hátíðarinnar. Hann þarf reyndar ekki að þreyta sig lengur við að leika knattspyrnu en hann hefur varla við að spá fyrir um leiki jólatarnarinnar.
Nú er komið að enn einni ferðinni til Lundúna. Liverpool vann þar síðast gegn Charlton rúmri viku fyrir jól en nú er verkefnið strembnara. Liverpool hefur oft átt erfitt uppdráttar á White Hart Lane og heimamenn eru venju fremur óárennilegir að þessu sinni. Að minnsta kosti hefur Hönunum gengið sérlega vel á heimavelli sínum á þessari leiktíð. Liðið er venjulega slakt á útivöllum og Liverpool vann 3:0 á Anfield Road í haust. Það væri vel þegið að síðasti leikur Liverpool á þessu ágæta ári myndi líka enda 3:0 fyrir Liverpool.
Tottenham Hotspur v Liverpool
Tottenham hefur verið mjög sterkt á heimavelli og það er ekki nein tilviljun að Jermain Defoe og Dimitar Berbatov hafa náð vel saman. Góð samvinna skapast þegar menn spila reglulega saman. En Liverpool er að spila vel og skapa sér marktækifæri. Ég veit að liðið tapaði á útivelli gegn Blackburn á þriðjudaginn en liðið fékk nógu mörg færi í þeim leik til að vinna þann leik þrisvar sinnum.
Úrskurður: Tottenham Hotspur v Liverpool. 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!