Gríðarlega mikilvægur sigur
Liverpool sóttu gull í greipar Tottenham manna á White Hart Lane í dag. Mikil barátta einkenndi leikinn og að lokum dugði mark Luis Garcia til sigurs í rigningunni. Rafa Benitez var hæstánægður með baráttuna í sínum mönnum.
,,Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá öllu liðinu. Þegar maður tapar leik eins og við gerðum gegn Blackburn þá vill maður sjá karakter frá leikmönnum sínum og við sýndum það í dag."
,,Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og skoruðum á mjög góðum tíma, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik sendu Tottenham menn mikið af háum sendingum og settu pressu á okkur, en vinnusemi minna manna var fyrsta flokks."
,,Varnarmennirnir sýndu styrk sig, Xabi spilaði vel fyrir framan þá, miðjumennirnir tækluðu og börðust og Kuyt og Bellamy lögðu hart að sér hverja einustu mínútu sem þeir spiluðu. við vissum fyrir leikinn að mikilvægi hans var mikið vegna þess að Tottenham voru nálægt okkur á stigatöflunni og við vildum halda okkur fyrir ofan þá."
,,Við höfum tapað mikið af útileikjum á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa átt fleiri marktækifæri en andstæðingar okkar. Það má kannski segja að við fengum ekki eins mörg færi í dag en okkur tókst engu að síður að vinna leikinn."
Craig Bellamy þurfti að fara af velli snemma í síðari hálfleik en Benitez segir að skiptingin hafi aðeins verið gerð sem varúðarráðstöfun þar sem Bellamy fann aðeins til aftan í lærinu. Auk þess var Jerzy Dudek ekki í leikmannahópnum í dag þar sem hann eignaðist barn í gærkvöldi.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!