Sá fyrsti farinn
Um áramótin opnaðist fyrir leikmannaskipti og það verður hægt að skipta um félög út þennan fyrsta mánuð ársins. Sá fyrsti til að yfirgefa Liverpool er farinn á braut. Hér er um að ræða varnarmanninn unga James Smith sem hefur gengið til liðs við Ross County. James verður í láni hjá skoska félaginu út leiktíðina. Ross County er í fyrstu deild skosku knattspyrnunnar.
James er alinn upp hjá Liverpool. Hann lék sinn fyrsta og hingað til eina leik með aðalliðinu þegar Liverpool vann Reading 4:3 í Deildarbikarnum í lok október. Hann kom þá inn sem varamaður fyrir Lee Peltier og lék síðasta stundarfjórðunginn. James þykir efnilegur og fékk tveggja ára samning við Liverpool síðasta sumar. Hvað sem síðar verður þá mun James alltaf geta sagt að hann hafi þó leikið einn leik með Liverpool og það sigurleik!
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!