| Grétar Magnússon

Vonir og væntingar fyrirliðans

Steven Gerrard vill sjá tvo hluti gerast hjá Liverpool sem ekki hafa gerst áður í sögu félagsins.  Hann vill vinna FA Bikarinn tvö ár í röð og verða um leið fyrsti fyrirliði félagsins til þess að lyfta bikarnum tvisvar sinnum.

Arsenal mæta á Anfield á laugardaginn í þriðju umferð FA Bikarsins og er þarna um stórleik umferðarinnar að ræða.  Gerrard segir að vissulega hefði mótherjinn getað orðið auðveldari en viðurkennir þó að líklega hafa Arsenal menn meiri áhyggjur af leiknum en Liverpool.

,,Við hefðum getað fengið betri mótherja en það mikilvæga er að við erum á heimavelli.  Þeir munu óttast leikinn meira en við.  Þeir eru með frábært lið með toppleikmenn og við vitum að þetta verður erfiður leikur.  Við höfum sýnt og sannað að við getum sigrað hvaða lið sem er á Anfield og ég er nokkuð viss um að þetta verður frábær leikur.  Okkur hlakkar mikið til."

,,Við erum með sterkan hóp, erum að spila vel um þessar mundir og ég sé okkur fyrir mér í pottinum þegar dregið er í fjórðu umferð."

Þeir Ron Yeats (1965), Emlyn Hughes (1974), Alan Hansen (1986), Ronnie Whelan (1989) og Mark Wright (1992) hafa allir leitt Liverpool til sigurs í FA Bikarnum en árið 2001 voru það þeir Sami Hyypia, Jamie Redknapp og Robbie Fowler sem lyftu bikarnum saman eftir sigur á Arsenal í Cardiff.

Eins og allir vita var það Gerrard sem sá að mestu leyti um það að sigur vannst á West Ham í maí síðastliðnum og honum langar mikið að verða fyrsti fyrirliðinn í sögu Liverpool til að lyfta bikarnum tvö ár í röð.

,,Ég veit að Liverpool hefur aldrei náð að verja þennan titil en þetta lið, sem ég er hluti af núna, finnst gaman að setja ný met og endurskrifa söguna og þetta er tölfræði sem við viljum laga."

,,Við munum allir hvernig við unnum þessa keppni á síðasta tímabili og erum æstir í að vinna hana aftur.  Það væri fátt betra en að lyfta bikarnum aftur á nýja Wembley leikvangnum í lok tímabilsins."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan