Vörn F.A. bikarsins hefst á morgun
Bikarmeistararnir hefja vörn sína á F.A. bikarnum á laugardaginn. Það er afar fátítt að lið nái að verja F.A. bikarinn og því er ljóst að það þarf allt að ganga upp til að leikmenn Liverpool fagni bikarmeistaratitli annað árið í röð í vor. Liverpool vann F.A. bikarinn eftir einn magnaðasta úrslitaleik í 125 ára sögu þessarar elstu bikarkeppni heims á liðnu vori. Allt frá því þeim leik lauk hefur þessi úrslitaleikur verið kenndur við Steven Gerrard en framganga hans í leiknum var með hreinum ólíkindum.
Fyrsta hindrun Liverpool við vörn F.A. bikarsins gæti ekki verið mikið erfiðari. Skytturnar standa í veginum og víst er að það verður erfitt að yfirstíga þá hindrun. Liðin hafa einu sinni leitt saman hesta sína á þessari leiktíð og þá fór svo að Arsenal vann 3:0 sigur á hinum nýja leikvangi sínum. Með því tapi snerist gengi Liverpool á betri veg. Aðeins einn deildarleikur hefur tapast og í þeim kom eina markið sem Liverpool hefur fegnið á sig frá útreiðinni gegn Arsenal. Nú mætast liðin tvívegis á fjórum dögum og þeir leikir koma til með að móta framhaldið á leiktíðinni. Bæði liðin eru nokkuð á eftir í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn svo það er því mikilvægt að halda lífi í leiktíðinni með því að vera sem lengst með í bikarkeppnunum.
Fyrir bikarsigurinn á síðustu leiktíð vann Liverpool keppnina síðast vorið 2001. Þá lagði Liverpool Arsenal 2:1 að velli í Cardiff. Næstu leiktíð á eftir lauk vörn Liverpool á F.A. bikarnum með 1:0 tapi fyrir Arsenal á Highbury. Vonandi ná Skytturnar ekki að bregða fæti fyrir Liverpool við að verja F.A. bikarinn núna.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum