Bikarvörninni lokið
Bikarvörn Liverpool lauk með tapi fyrir Skyttunum á Anfield Road á þrettánda degi jóla. Liverpool náði ekki að brjóta sterka vörn gestana á bak aftur þrátt fyrir að vera í linnulítilli sókn mestan hluta leiksins. Áttundi bikarmeistaratitillinn verður því að bíða betri tíma.
Bikarmeistararnir hófu leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að þeir stefndu að því að ná forystu í leiknum. Sóknin bar þó ekki neinn árangur og það sem verra var að leikmenn Liverpool náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Um miðjan hálfleikinn gerðist umdeilt atvik. Xabi Alonso braust inn í vítateignn og féll eftir að Gilberto Silva renndi sér fyrir hann. Dómarinn dæmdi leikaraskap á Xabi óg sýndi honum gult spjald. Það fór þó ekki á milli mála að Gilberto felldi Xabi og Liverpool hefði átt að fá vítasprynu. Enn héldu leikmann Liverpool áfram að sækja en það voru gestirnir sem skoruðu í fyrsta sinn sem þeir ógnuðu marki heimamanna. Á 37. mínútu léku Alexander Hleb og Tomas Rosocky saman upp hægra megin. Samleik þeirra lauk með glæsilegu bogaskoti Tékkans sem fór yfir Jerzy Dudek og í markið. Þetta var algert kjaftshögg og annað fylgdi á síðustu mínútu hálfleiksins. Tomas lék þá upp að markinu frá vinstri. Nokkrir leikmenn Liverpool létu Tékkann eiga sig og það kostaði sitt því hann skoraði með nákvæmu skoti neðst í hornið frá vítateignum. Þarna fóru þeir leikmenn Liverpool sem gátu farið í Tomas illa að ráði sínu og í raun var markið sérlega ódýrt.
Leikmenn Liverpool reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Sókin var þung en sem fyrr gekk ekkert að brjóta sterka vörn Arsenal á bak aftur. Arsenal átti nokkrar hættulegar skyndisóknir og það var ljóst að það yrði erfitt að snúa leiknum. Voanrneisti kviknaði þó nítján mínútum fyrir leikslok. Peter Crouch náði þá skalla að marki eftir horn. Dirk Kuyt var fyrir framan mitt markið og breytti stefnunni á boltanum með skalla. Rétt á eftir komst varamaðurinn Fabio Aurelio inn í teig en skot hans fór framhjá. Þar átti hann gott færi á að jafna. Í raun var þetta besta færið sem Liverpool fékk til þess. Nokkra athygli vakti að Craig Bellamy var ekki skipt inn á. Ef hann var ekki leikfær hefði ekki átt að hafa hann á bekknum. Eins hefði verið vel þess virði að setja Mark Gonzalez inn á. Sex mínútum fyrir leikslok gerðist svo það sem alltaf var hætta á. Lang sending kom fram völlinn. Þeir Jamie Carragher og Thierry Henry eltu boltann út að hliðarlínu hægra megin. Jamie var á undan að boltanum. Hann var hins vegar ekki nógu vel á verði og lét Frakkann ná boltanum af sér. Sá lét ekki tækifærið sér úr greipum ganga, lék inn í teiginn og skoraði með öruggu skoti. Jamie hefði átt að sparka boltanum út af en eldhuginn var greinilega að hugsa um að komast strax í að byggja upp næstu sókn í von um að jafna. Þar með slökknaði von Liverpool um að verja bikarinn og sárt tap varð staðreynd. Stuðningsmenn Liverpool sem höfðu hvatt liðið frábærlega allan leikinn sungu samt You´ll Never Walk Alone undir lokin og sýndu þar stuðning sinn við liðið sitt.
Liverpool: Dudek, Finnan, Carragher, Agger, Riise (Aurelio 60. mín.), Pennant, Alonso, Gerrard, Garcia, Kuyt, Crouch. Ónotaðir varamenn: Reina, Hyypia, Gonzalez og Bellamy.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (71. mín.).
Gul spjöld: Xabi Alonso.
Arsenal: Almunia, Eboue (Hoyte 66), Toure, Senderos, Clichy, Hleb, Silva, Flamini, Rosicky, Henry (Walcott 88. mín.) og Persie (Baptista 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Poom og Djourou.
Mörk Arsenal: Tomas Rosicky (37. og 45. mín.) og Thierry Henry (84. mín.).
Gul spjöld: Philippe Senderos, Gil Clichy og Eboue.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.619.
Maður leiksins: Xabi Alonso hefur leikið mjög vel að undanförnu og hann stóð sig vel. Hann var drífandi á miðjunni og hefði átt að fá vítaspyrnu. Sú hefði getað valdið öðrum úrslitum en urðu.
Rafael Benítez sagði sína menn hafa gert dýrkeypt mistök. "Þetta er vondur dagur fyrir okkur. Leikurinn var erfiður en við vorum að spila vel og stjórna leiknum í fyrri hálfleik. En svo fengum við tvö mörk á okkur. Þetta var jafn leikur en þegar maður gerir mistök er venjan að manni er refsað."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!