Orð skulu standa
Það vakti mikla undrun þegar í ljós kom að Jerzy Dudek var í byrjunarliðinu gegn Arsenal en ekki Pepe Reina eins og jafnan á tímabilinu. Rafael Benítez hefur útskýrt þessa ákvörðun með því að hann hafi verið að standa við loforð sem hann gaf Pólverjanum í upphafi tímabilsins.
"Þegar tímabilið var að hefjast sagði ég við Jerzy að Pepe væri valkostur númer eitt í markinu en ég lofaði honum því að hann myndi spila í deildarbikarnum og FA-bikarnum. Þegar maður gefur loforð svíkur maður það ekki. Mér fannst hann leika ágætlega gegn Arsenal og hann hafði ekki mikið að gera ef mörkin eru undanskilin."
Dudek var í leikbanni gegn Reading í deildarbikarnum en lék svo leikinn gegn Birmingham. Ef marka má þessi orð verður Dudek einnig í marki Liverpool gegn Arsenal í deildarbikarnum á þriðjudag.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu