Varalið Arsenal mætir til leiks
Það er ekki enn ljóst þó að Rafa hafi lofað sterku liði hvernig hópur Liverpool verður skipaður í kvöld en 16 manna hópur Arsenal liggur ljós fyrir.
Liverpool og Arsenal mætast í átta liða úrslitum deildarbikarsins á Anfield í kvöld og Arsenal mun stilla upp hálfgerðu varaliði eins og venja hefur verið hjá Wenger undanfarin tímabil þegar deildarbikarinn á í hlut.
16 manna hópur Arsenal er skipaður eftirfarandi leikmönnum: 2. Abou Diaby, 4. Francesc Fabregas, 5. Kolo Toure, 9. Julio Baptista, 15. Denilson, 17. Alex Song, 20. Johan Djourou, 21. Mart Poom, 24. Manuel Almunia, 30. Jeremie Aliadiere, 31. Justin Hoyte, 32. Theo Walcott, 33. Matthew Connolly, 40. Henri Lansbury, 43. Mark Randall og 45. Armand Traore.
Í hópi Arsenal eru einungis tveir leikmenn sem eiga allajafna víst sæti í byrjunarliðinu: Cesc Fabregas og Kolo Toure. Liverpool hefur gjarnan gefið ungum leikmönnum tækifæri í deildarbikarnum og gæti því stillt upp frekar breyttu liði en hrakfarir Liverpool gegn Arsenal um daginn gætu orðið til þess að hann stilli upp sterkari liði en ella.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen