Til skammar!
Liverpool féll úr Deildarbikarnum í kvöld eftir skammarlegt tap fyrir Arsenal á Anfield Road. Skytturnar unnu 6:3. Þetta er einfaldlega eitt versta tap í sögu Liverpool. Meira þarf ekki að segja.
Arsenal komst yfir en Robbie Fowler jafnaði metin með fallegri hælspyrnu á 33. mínútu. En þrjú mörk Arsenal á síðustu fimm mínútum hálfleiksins fóru langt með að gera út um leikinn. Staðan var því 4:1 fyrir gestina í hálfleik. Jerzy Dudek varði vítaspyrnu eftir leikhlé en það reyndist aðeins gálgafrestur því Arsenal komst í 5:1. Steven Gerrard minnkaði muninn með þrumuskoti frá vítateig á 68. mínútu. Enn dró saman þegar Sami Hyypia skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. Skytturnar skoruðu þó síðasta mark leiksins og skammarlegt tap varð staðreynd. Vissulega gat Liverpool skorað fleiri mörk en það gat Arsenal líka. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddust þrír leikmenn Liverpool í leiknum og voru tveir þeirra bornir illa meiddir af leikvelli.
Sem fyrr segir þá er þetta eitt versta tap Liverpool í sögu félagsins og það á Anfield Road. Það má vissulega segja að eitt og annað hafi ekki fallið með Liverpool í þessum leik. Annað mark Arsenal kom eftir vafasama aukaspyrnu, það þriðja var skorað með hendi og það var rangstöðulykt af því fjórða. En eftir stendur að tap sem þetta á ekki að eiga sér stað hjá Liverpool. Lokatölum leiksins verður þó aldrei haggað. Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone þegar dró að leikslokum. Ætli það sé ekki eftirminnilegasta stund leiksins frá sjónarhóli okkar stuðningsmanna Liverpool.
Liverpool: Dudek, Peltier, Hyypia, Paletta, Warnock (Alonso 58. mín.), Guthrie, Gerrard, Aurelio, Gonzalez (Garcia 11. mín. Carragher 75), Fowler og Bellamy. Ónotaðir varamenn: Reina og Crouch.
Mörk Liverpool: Robbie Fowler (33. mín.), Steven Gerrard (68. mín.) og Sami Hyypia (80. mín.)
Arsenal: Almunia, Hoyte, Toure, Djourou, Traore (Connolly 88. mín.), Walcott (Diaby 74. mín.), Fabregas, Song Billong, Denilson, Baptista og Aliadiere. Ónotaðir varamenn: Poom, Lansbury og Randall.
Mörk Arsenal: Jeremie Aliadiere (27. mín.) Julio Baptista (40., 45., 60. og 84. mín) og Alex Song (45. mín.).
Gult spjald: Alex Song.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.614.
Maður leiksins: Robbie Fowler. Hann skoraði glæsilegt mark og barðist allan leikinn. Hann hafði til dæmis fyrir því að rífast við dómara og línuverði. Aðrir leikmenn Liverpool hefðu átt að hafa fyrir því að sýna að þeim væri ekki sama um hvað væri í gangi!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur