Meiðsli í ofanálag
Eins og það sé ekki nógu slæmt að tapa 6-3 á heimavelli þá bættust meiðsli leikmanna við hörmungarnar gegn Arsenal í Deildarbikarnum. Luis Garcia og Mark Gonzalez voru báðir bornir útaf og útlitið er ekki alltof gott.
Meiðsli Luis Garcia eru talin alvarlegri en hann meiddist á hné og verður hann skoðaður frekar í dag. Gonzalez meiddist á sköflungi en ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi hann verður frá keppni. Stephen Warnock var þriðji leikmaðurinn til að meiðast en meiðsli hans eru minniháttar, hann fékk spark í rifbeinin og ætti að jafna sig fljótt af þeim eymslum.
Liverpool hafa ekki fengið á sig 6 mörk á heimavelli síðan 1930 og til að bæta gráu ofan á svart var þetta í annað skiptið á fjórum dögum sem Arsenal slær félagið út úr bikarkeppni.
Rafael Benitez sagði eftir leik: ,,Það er mjög niðurdrepandi að fá á sig sex mörk á heimavelli og missa þrjá menn í meiðsli. Við notuðum marga leikmenn úr aðalliðinu og Arsenal breyttu einnig sínu liði mikið."
,,Munurinn á liðunum var sá að í hvert skipti sem þeir áttu marktilraun þá var það mark. Þeir höfðu gæðin og spiluðu góðan fótbolta og við reyndum að gera það sama en það er ekki auðvelt að leika það eftir þegar þeir skoruðu mörkin."
,,Það er erfitt að útskýra mörkin. Þetta var eins á laugardaginn, við stjórnuðum leiknum en þeir áttu þrjár marktilraunir og skoruðu þrjú mörk. Við getum talað um leikmenn og taktík og allt annað en í fótbolta eru það mörkin sem gilda og þeir sáu um að skora þau. Það er auðvelt að tala um alla hluti en munurinn er sá að við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti og leikurinn breyttist."
Benitez vildi ekki gagnrýna einstaka leikmenn fyrir frammistöðu kvöldsins og sagði: ,,Við vinnum saman og við töpum saman. Við notuðum nokkra aðalliðsleikmenn og nokkra unga leikmenn þannig að ég get ekki bent á neinn einn leikmann. Til að verjast gegn góðu liði þarf að nota allt liðið, það sama gildir um sóknina. En við verðum að bæta varnarleik okkar gegn liðum eins og Arsenal."
Hann bætti við: ,,Þetta var slæmur leikur en þegar maður hefur verið lengi í stjórnun og þjálfun lærir maður að sætta sig við svona hluti og gleyma þeim eins fljótt og hægt er. Það er einmitt það sem við þurfum að gera fyrir Meistaradeildarleikina og leikina í deildinni."
,,Við reyndum að gera okkar besta en við fengum á okkur mörk og það er ekki hægt að breyta því núna. Það eina sem maður getur gert er að segja fyrirgefðu við stuðningsmennina því þeir voru bestir í leiknum."
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!