Jerzy Dudek er miður sín
Jerzy Dudek er ekki öfundsverður í dag. Á fjórum dögum hefur hann mátt horfa á boltann hafna sex sinnum í markinu sínu. Það furðulega er að hann fékk ekki mikið fleiri skot á sig í þessum tveimur leikjum gegn Arsenal. Það lá bara allt í markinu. En Jerzy situr uppi með að verða aðeins þriðji markvörðurinn í sögu Liverpool til að fá sex mörk á sig á Anfield Road.
Pólverjinn hefur verið gagnrýndur harkalega af stuðningsmönnum Liverpool eftir framgöngu sína í þessum tveimur leikjum en líklega ætti frekar að beina spjótunum að þeim sem valdi hann í markið. Átti að velja mann sem er ekki í nokkurri leikæfingu í þessa leiki? Hvað um það. Jerzy er alveg miður sín.
"Ég er alveg niðurbrotinn og vonbrigðin eru mikil. Ég var ungur að árum þegar ég fékk síðast sex mörk á mig. Ég vildi notfæra mér tækifærið sem ég fékk í þessum tveimur bikarleikjum og byggja upp sjálfstraustið eftir að hafa spilað lítið síðustu sex eða sjö mánuðina. Svo lendir maður á móti liði eins og Arsenal.
Ætli þetta sé ekki eins og að vakna upp í kaldri sturtu fyrir okkur. Nú þurfum við að berjast af öllum mætti í Úrvalsdeildinni og líka í Meistaradeildinni í febrúar. Við fáum varla nokkurn tíma mörk á okkur en nú erum við búnir að fá á okkur níu mörk í tveimur leikjum. Þetta er mjög undarlegt. Ekki bara fyrir liðið heldur mig líka. Ég hef ekki spilað reglulega og var að vona að fá eitthvað út úr leikjunum. Ég er mjög vonsvikinn."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni