Mark spáir í spilin
Eftir afhroðið gegn Skyttunum og meðfylgjandi brottfall úr deildarbikarnum þurfa leikmenn Liverpool að safna vopnum sínum og búa sig undir að fást við Geitungana. Verra gat það vart verið gegn Arsenal og tapið á eftir að svíða sárt lengi, lengi hjá stuðningsmönnum Liverpool og vonandi líka leikmönnum liðsins. Í raun var þetta eitt versta tap Liverpool frá því liðið kom upp í efstu deild á nýjan leik vorið 1962. Persónulega þá á ég engin orð yfir það. Ætli maður sé ekki enn að vonast til þess að eitthvað gerist þannig að maður fái staðfestingu á því að þetta hafi verið martröð.
Ekki dugar annað fyrir leikmenn Liverpool en að rífa sig upp og reyna að ná þremur stigum gegn Geitungunum. Þeir komu í heimsókn til Liverpool á Þorláksmessu og töpuðu 2:0. Álíka sigur Liverpool myndi koma sér vel eftir hrakfarirnar gegn Arsenal. Það þýðir að minnsta kosti ekki annað en að horfa fram á veginn. Til minnis má þó nefna það að Liverpool er fyrir ofan Arsenal í deildinni!
Hér er spá Mark Lawrenson fyrir leikinn:
Watford v Liverpool
Liverpool mun bregðast hraustlega við tapinu gegn Arsenal í deildarbikarnum. Eins og flestir stuðningsmenn Liverpool fannst mér uppstilling Rafael Benítez í leiknum vera röng en hann velur sterkt lið gegn Watford.
Framkvæmdastjóri Watford, Aidy Boothroyd, er sjálfsagt smeykur við að liðið hans sé næstu andstæðingar Liverpool eftir svona stórt tap. Þannig hefur þetta tímabil verið hjá Watford. "
Úrskurður: Watford v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum