Mikill missir
Rafael Benitez segir að fjarvera Luis Garcia sé mikill missir og setji strik í reikninginn varðandi áætlanir sínar.
Spánverjinn knái sleit fremra krossband í hægra hnénu í deildarbikarleiknum gegn Arsenal og verður ekki meira með á þessu á tímabili.
,,Einn af þeim hlutum sem við vorum að reyna að koma í veg fyrir á þriðjudaginn var að missa leikmenn í meiðsli. Sérstaklega mikilvæga leikmenn eins og Luis því hann er leikmaður sem getur breytt leikjum. Hann skorar mjög góð mörk í Evrópuleikjum og þetta er mikill missir fyrir okkur."
Varðandi meiðsli Mark Gonzalez hafði Benitez þetta að segja: ,,Við munum vera án Mark í þessari viku en ég vonast til þess að hann verði tiltækur í næstu viku."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!