Rétt úr kútnum
Liverpool rétti úr kútnum í dag eftir martraðirnar tvær gegn Arsenal með öruggum 3:0 útisigri gegn Watford. Liðið heldur enn þriðja sæti deildarinnar og er, hvort sem menn trúa því eða ekki, fyrir ofan Arsenal.
Rafael Benítez stillti upp mjög sókndjörfu liði og þeir Craig Bellamy, Peter Crouch og Dirk Kuyt voru allir í sókninni. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir hafa verið valdir saman í byrjunarlið. Aðeins þremur mönnum var stillt upp í vörninni. Þessi leikaðferð gafst vel. Það gerðist fátt tíðinda framan af leiknum nema hvað mark sem Daniel Agger skoraði var dæmt af vegna rangstöðu. Var það réttur dómur. Liverpool komst yfir á 34. mínútu. Craig Bellamy sendi inn á teiginn. Þar kom Peter Crouch en Ben Foster markvörður Watford lokaði á hann með góðu úthlaupi. Boltinn hrökk til Steve Finnan. Hann sendi fyrir markið á Craig Bellamy sem skoraði af öryggi enda einn fyrir opnu marki. Eftir þetta var eiginlega aldrei spurning um neitt nema hversu stór sigur Liverpool yrði. Watford fékk þó gott færi áður en næsta mark kom en Tommy Smith skaut langt framhjá úr nokkuð góðu færi. Fimm mínútum fyrir hálfleik slapp Craig slapp í gegn. Ben gerði vel í að verja skot hans en Peter náði frákastinu og skallaði boltann í markið.
Í upphafi síðari hálfleiks gerði Liverpool endanlega út um leikinn. Enn kom Craig við sögu. Eftir góða sókn lagði hann boltann á Peter Crouch sem skoraði af öryggi. Þetta var tólfta mark risans á leiktíðinni. Steven Gerrard hefði getað aukið muninn en hann skaut framhjá úr góðu færi. Geitungarnir reyndu að láta finna fyrir sér og Jordan Stewart átti þrumuskot að marki sem hafnaði í vinklinum. Leikmenn Liverpool höfðu þó allt í höndum sér og sigurinn var öruggur í meira lagi.
Leikmenn Liverpool léku í hvítu varabúningum sínum sem voru, fyrir leiktíðina, sagðir varabúningar í Evrópukeppni. Auðvitað var ekki hægt að nota gulu varabúningana gegn Watford en í síðustu heimsókn Liverpool á Vicarage Road lék Liverpool í rauðu búningunum sínum. Hvítu búningarnir gáfust þó mjög vel.
Watford: Foster, Mariappa, DeMerit, Mackay, Stewart, Smith, Mahon, Bangura (Henderson 46. mín.), McNamee (Hoskins 46. mín.), Young og Bouazza. Ónotaðir varamenn: Lee, Francis og Doyley.
Gult spjald: Malky Mackay.
Liverpool: Reina, Agger, Hyypia, Carragher, Finnan, Alonso, Gerrard, Aurelio, Crouch (Pennant 69. mín.), Bellamy (Fowler 84. mín.) og Kuyt (Riise 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Guthrie.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (34. mín.) og Peter Crouch (40. og 48. mín.).
Áhorfendur á Vicarage Road: 19.746.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Veilsverjinn hélt áfram þaðan sem frá var horfið í fyrri leik liðanna á Þorláksmessu. Hann var vörn Watford sífelldur ógnvaldur og skoraði fyrsta mark leiksins. Eins og allir muna skoraði hann líka í fyrri leik liðanna og líklega eru varnarmenn Watford fegnir að þurfa ekki að leika aftur gegn honum á þessari leiktíð.
Rafael Benítez var ánægur með sigurinn: "Eftir tvo tapleiki í bikarkeppnunum þurftum við að sýna karakter. Ég sá að leikmennirnir voru ákveðnir í að sýna fulla einbeitingu. Við náðum líka að skapa okkur fullt af marktækifærum."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum