Darren Potter verður seldur til Úlfana
Liverpool og Úlfarnir hafa komist að samkomulagi um Darren Potter. Úlfarnir eiga bara eftir að semja um kaup og kjör við miðjumanninn. Talið er líklegt að kaupverðið sé um 200.000 pund.
Potter lék 17 leiki fyrir Liverpool. Hann þreytti frumraun sína 10. ágúst 2004 gegn Graz AK í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann var lánaður til Southampton og til Úlfana á þessu tímabili þar sem hann hefur leikið 23 leiki og staðið sig greinilega nógu vel til að Úlfarnir vildu bjóða honum langtímasamning.
Mick McCarthy hafði orð á því um daginn að hann hefði áhuga á að bjóða Potter samning. “Ég vil kaupa Potter. Félögin eru í viðræðum um kaupin og ef þetta gengur upp vona ég að það verði sem fyrst. Potter leikur núna í sinni stöðu en þegar ég bað hann um að leika á hægri kantinum þá gerði hann það bara og hélt sínu striki. Hann kvartar aldrei – hann er þannig leikmaður að ég get ekki hrósað honum nóg."
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!