Jermaine Pennant hæstánægður með fyrsta mark sitt
Jermaine Pennant sagði að hann væri í skýjunum með með að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 2-0 sigrinum á Chelsea og kallaði það sérstakt augnablik.
Hann skoraði framhjá Petr Cech með frábæru skoti fyrir utan vítateig sem innsiglaði frábæra liðsframmistöðu og verðskuldaðan sigur.
"Að skora mark eins og þetta var mjög sérstakt og frábær leið fyrir mig að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Það var ekkert í boði fyrir mig inn í vítateig þannig að ég ákvað bara að skjóta og það var gott að sjá boltann fara í markið."
"Þetta var frábær sigur fyrir okkur og við eigum enn eftir að spila við Manchester United og Arsenal hérna. Við erum með besta árangur allra liða á heimavelli í Úrvalsdeildinni og við verðum bara að halda okkar striki og sjá hvað setur."
Sem fyrr segir var þetta fyrsta markið sem Jermaine Pennant skorar fyrir Liverpool. Leikurinn gegn Chelsea var 32 leikur hans með Liverpool frá því hann kom til félagsins á liðnu sumri.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum