Salif Diao aftur til Stoke
Salif Diao hefur staðið sig það vel hjá Stoke í 1. deildinni að félagið sóttist eftir því að fá hann lánaðan til loka tímabilsins. Liverpool hafði m.a. reynt að losa sig við hann til Spánar en Senegalinn neitaði að fara til Gimnastic Tarragona.
Diao var lánaður til Stoke í október fram til 1. janúar og lék 17 leiki fyrir félagið og vakti almenna aðdáun stuðningsmanna félagsins. Forráðamenn Liverpool féllust á að Stoke myndi fá hann lánaðan aftur fram á vor þangað til samningur hans hjá Liverpool rennur út. Má reikna með að Stoke reyni að fá hann til liðs við sig í sumar þegar hann er frjáls ferða sinna.
Tony Pulis, framkvæmdastjóri Stoke er spenntur fyrir endurkomu Diao: "Félaginu hefur gengið vel. Hann kemur til loka tímabilsins og þetta er frábær samningur fyrir félagið. Hann er betri en þeir leikmenn sem eru fyrir og stefna okkar er sú að fá slíka leikmenn."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!