Markus Babbel að hætta
Markus Babbel sem átti heldur betur skrautlegan feril hjá Liverpool hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann verður 35 ára í haust.
Babbel kom til Liverpool 1. júlí 2000 og var frábær á fyrsta tímabili sínu þegar Liverpool vann þrennuna. Hann lék 60 leiki það tímabil en einungis 13 leiki eftir það. Hann fékk hinn skæða Guillan Barre vírussjúkdóm sem gerði næstum því endanlega út um feril hans en eins og menn muna gat hann vart gengið án mikils sársauka þegar verst lét en þessi sjúkdómur hefur dregið fólk til dauða en Babbel til happs uppgötvaðist hann áður en vírusinn var kominn á það stig.
Babbel komst aftur á ról en af honum var dregið og greinilega hafði þessi sjúkdómur breytt hinum fullkomna atvinnumanni. Hann var rekinn tvisvar útaf hjá varaliðinu þegar hann reyndi að koma sér aftur í form og brást ókvæða við þegar honum var skipt snemma útaf. Þetta var mikil synd því að ef Babbel hefði ekki lent í þessum veikindum væri hans minnst sem eins besta varnarmanns sem klæðst hefur treyju Liverpool. Það má þó fullyrða að sjaldan hefur leikmaður átt eins gott fyrsta tímabil og Babbel átti hjá Liverpool.
Babbel var lánaður til Blackburn 2003-2004 tímabilið og fór svo á frjálsri sölu til Stuttgart sumarið 2004 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða að undanförnu og nú er svo komið að líkaminn þolir ekki þetta álag lengur: "Ég ætla að hætta í sumar. Ég hef ávallt verið leikmaður sem hægt er að reiða sig á en því miður er það ekki hægt lengur."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!