Í hnotskurn
Sigur á Þorlák og þrjú stig í sarpinn. Gott nesti fyrir jólatörnina. Þetta er leikur Liverpool og Watford í hnotskurn.
- Þorláksmessusigurinn var sá fjórði í röð í deildinni.
- Liðin mættust í fyrsta sinn í deildinni frá því á leiktíðinni 1999/2000.
- Liðin mættust síðast í undanúrslitum Deildarbikarsins leiktíðina 2004/2005. Liverpool vann báða leikina 1:0. Steven Gerrard skoraði bæði mörkin.
- Watford komst upp í efstu deild á liðinu vori eftir sigur á Leeds í úrslitaleik umspils.
- Þetta var áttunda heimsókn Geitungana til Liverpool. Sjö sinnum hafa þeir mátt lúta í gras í heimsóknum sínum.
- Craig Bellamy skoraði sitt sjötta mark á leiktíðinni.
- Xabi Alonso skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þeir Craig og Xabi skoruðu báðir annan leikinn í röð. Þeir skoruðu báðir í sigrinum gegn Charlton.
- Jose Reina hélt markinu hreinu sjöunda deildarleikinn í röð.
- Jermaine Pennant lék gegn einu af þeim liðum sem hann spilaði með sem lánsmaður. Hann lék sinn fyrsta deildarleik með Geitungunum og eins skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir þá.
Jákvætt:-) Liverpool vann öruggan sigur sem hefði átt að vera stærri. Craig Bellamy átti einn besta leik sinn með Liverpool. Xabi skoraði gullfallegt mark sem innsiglaði sigurinn. Jose Reina hélt hreinu.
Neikvætt:-( Það hefði ekki verið verra ef leikmenn Liverpool hefðu útkljáð leikinn aðeins fyrr í leiknum.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Craig Bellamy. Veilsverjinn herjaði allt síðdegið á vörn Watford og lagði mjög hart að sér fyrir liðið. Varnarmenn Geitunganna réðu ekkert við hraða hans. Hann skoraði gott mark sem braut ísinn.
2. Steven Gerrard. Mögnuð rispa hans gaf af sér fyrsta markið í leiknum. Fyrirliðinn skilaði sínu á miðjunni og átti nokkrar frábærar tæklingar.
3. Xabi Alonso. Skoraði glæsilegt mark sem tryggði 2:0 sigur.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum