Darren Potter seldur
Úlfarnir keyptu í dag Darren Potter en hann hefur verið á láni hjá þeim það sem af er þessu tímabili. Darren þótti um tíma einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Hann náði þó aldrei almennilega að sýna sig og sanna hjá Liverpool en tókst þó að leika seytján leiki fyrir hönd félagsins. Á síðustu leiktíð var Darren um tíma í láni hjá Southampton.
Darren Potter hefur verið að spila mjög vel með Úlfunum í ensku fyrstu deildinni og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í FA bikarnum gegn Oldham í vikunni. Markið þótti mjög fallegt en Darren skoraði þá með fallegu langskoti. Hann hefur leikið rúmlega tuttugu leiki á leiktíðinni fyrir Úlfana.
Þótt hann sé fæddur í Liverpool þá lék hann alla tíð með yngri landsliðum Íra. Á þessari leiktíð komst hann í B landslið Íra og lék einn landsleik með því.
Talið er að Liverpool fái núna um 250.000 sterlingspund fyrir Darren Potter. Upphæðin mun þó geta hækkað upp í hálfa milljón gangi skilyrði í kaupsamningnum eftir. Vonandi gengur honum allt í haginn hjá Úlfunum. Það myndi að minnsta kosti þýða að Liverpool fengi meira fyrir hann!
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!