Mark spáir í spilin
Eftir fríhelgi sökum þess að vörn F.A. bikarsins lauk alltof fljótt er komið að næsta deildarleik. Mótherjarnir eru Hamrarnir sem féllu út úr F.A. bikarnum gegn Watford um helgina. Liðin sem léku úrslitaleikinn eftirminnilega á liðnu vori eru því bæði úr leik í bikarnum. Ólíkt hafast þau að í deildinni. Liverpool er í baráttu um efstu sætin en West Ham berst fyrir lífi sínu í deildinni.
Liverpool vann sætan sigur í síðasta deildarleik þegar liðið lagði Chelsea að velli. Fyrir þann leik fengust þó bara þrjú stig eins og leikinn í kvöld. Hann er því jafn mikilvægur og stórleikurinn við Chelsea. Hin efstu liðin í deildinni leika ekki fyrr en á miðvikudagskvöldið. Liverpool getur því aðeins minnkað bilið í þau í kvöld. Til þess þarf liðið að koma jafn einbeitt til leiks og gegn Chelsea. Yrði þetta vetrarkvöld ekki fullkomið ef Liverpool ynni sigur á Chelsea og Íslendingar leggðu Dani að velli í handboltanum? Ég held að sú uppskrift færi nærri fullkomleika!
West Ham United v Liverpool
West Ham er í vondum málum. Þeir eru enn að kaupa leikmenn en það á eftir að taka þá nokkurn tíma að koma sér fyrir. Varnarleikurinn er í molum. Það eru að eiga sér stað einstaklingsmistök og eins er vörnin að gera mistök í heild sinni. Leikmenn Liverpool hafa fengið svolitla hvíld svo þeir verða frískir.
Úrskurður: West Ham United v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni