Mark spáir í spilin
Það verður ekkert gefið eftir á Anfield Road um hádegisbilið á morgun þegar þeir Rauðu og Bláu ganga á hólm í 205. sinn. Rauðliðar eiga harma að hefna eftir hroðalegan 3:0 skell á Goodison Park í haust. Víst er að sá leikur mun ekki draga úr látunum á morgun. Liverpool hefur haldið sínu striki í að elta tvö efstu liðin ef þau skyldu gefa eftir. Liverpool nálgaðist þau um stund á þriðjudagskvöldið en bæði unnu sína leiki kvöldið eftir. Þessi eltingaleikur verður því erfiður. Ekki dugir þó annað en að hirða öll stig sem eru í boði ef það á að nást árangur í þessu kapphlaupi. Liverpool getur með sigri nálgast liðin aftur en Chelsea spilar ekki fyrr en síðar um daginn og Manchester United leikur á sunnudaginn. Everton er ekki langt frá Evrópusæti og liðið hefur verið að færast upp töfluna á síðustu vikum. Gengi liðanna í aðdraganda þessa leiks skiptir þó í sjálfu sér engu.
Nokkrir nýir menn gegnu til liðs við Liverpool í síðasta mánuði þegar opið var fyrir félagaskipti. Það kæmi mjög á óvart ef einhver þeirra kæmi við söu á morgun enda aðallega um að ræða unga menn sem hugsaðir eru til framtíðar. varnarmaðurinn Alvaro Arbeloa er sá eini sem gæti komið við sögu. Boudewijn Zenden er byrjaður að æfa eftir meiðsli og er búin að spila einn leik með varaliðinu. Endurkoma hans í aðalliðið mun þó trúlega bíða betri tíma. Mark Lawrenson spilaði í mörgum grannarimmum á Merseybökkum og gekk oftar en ekki vel. Hann er því vel fallinn til að velta þessum leik fyrir sér. Hér eru hugleiðingar hans.
Liverpool v Everton
Það er alltaf erfitt að spá fyrir um þessa leiki. Liverpool er þó með mjög góðan árangur á heimavelli. Auk þess er liðið í heild að spila mjög vel um þessar mundir. Á síðsutu vikum hefur farið að bera á óstöðugleika í leik Everton. Fjarvera Andrew Johnsson hefur líka reynst liðinu erfið.
Úrskurður: Liverpool v Everton. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!