Allt í háa loft!
Sakleysisleg ummæli Rafael Benítez eftir grannarimmuna gegn Everton á laugardaginn hafa vakið mikla reiði í herbúðum Bláliða og hjá stuðningsmönnum þeirra. Rafael hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn. "Þegar leikið er gegn minni liðum á Anfield veit maður að leikurinn verður gjarnan þófkenndur..."
Kannski voru þetta ekki sakleysisleg ummæli eða hvað? Að minnsta kosti hefur það að Rafael skuli hafa vogað sér að flokka Everton með "minni liðum" valdið miklum úlfaþyt handa Stanley garðsins. Forráðamenn, leikmenn og stuðningsmenn Evrton hafa látið hátt um orð Rafael og fordæmt þau á alla mögulega vegu. David Moyes, framkvæmdastjóri Everton sagði þetta. "Ég myndi ekki segja þetta um eitt einasta knattspynufélag. Ég er vonsvikin yfir því að þessi orð skyldu falla. Það er ekki neinn vafi á því að við erum í skugga Liverpool en við erum að gera okkar allra besta til að keppa við félagið."
Rafael reyndi að útskýra þessi orð sín í dag. "Fjögur efstu liðin í deildinni eru talin stærstu félögin í Úrvalsdeildinni. Meira að segja framkvæmdastjórar annarra liða telja svo vera og liðin þeirra spila öðruvísi þegar þau spila gegn stærri liðunum. Það var nú bara þetta sem ég vildi segja."
Hvað svo sem manni finnst um þetta orðaskak þá held ég að menn verði nú bara að taka það í samhengi við ríginn sem er á milli Liverpool og Everton. Ríg sem er og hefur alltaf verið. Mörg orð hafa fallið í þeim ríg í gegnum árin og líklega harðari en þessi.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!