Pongolle ánægður á Spáni
Florent Sinama Pongolle hefur verið að standa sig vel með spænska liðinu Recreativo de Huelva en segist þó ekki viss hvort hann gangi til liðs við félagið frá Liverpool.
Óhætt er að segja að Pongolle hafi staðið sig vonum framar á Spáni sem og liðið allt því þeir sitja ofarlega í deildinni, eða í sjöunda sæti. Pongolle, sem hefur ekki verið reglulega í byrjunarliði á tímabilinu, hefur skorað alls sjö mörk sem verður að teljast mjög gott. Aðeins einn leikmaður í liði Recreativo hefur skorað meira.
Pongolle skoraði gott mark í 2-1 sigri á Villarreal um síðustu helgi eftir að hafa verið valinn í byrjunarliðið að nýju. Hann segist ekki hafa neitt á móti aðferðum þjálfara Recreativo, Marcelino, við uppstillingu á byrjunarliði.
,,Ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið í byrjunarliðinu undanfarnar vikur er sú að það er mikil samkeppni um stöður í liðinu."
Pongolle er mjög ánægður með lífið á Spáni en er þó varkár varðandi yfirlýsingar þess efnis að verða seldur frá Liverpool. Hann segist vera í stöðugu sambandi við Rafa Benítez og fylgist Benítez grannt með framgangi Frakkans unga á Spáni.
,,Ég er ánægður hér en framtíð mín ræðst af samkomulagi á milli Recreativo og Liverpool. Ég veit ekki hvað gerist því mér skilst að tveir viðskiptajöfrar hafi keypt Liverpool. Allt veltur þetta á því hvort mér takist að koma boltanum áfram í markið."
Um Rafael Benítez hafði Pongolle þetta að segja: ,,Hann hringir alltaf í mig þegar ég skora til að spyrja mig hvernig mér líði. Við náum vel saman og hann gefur mér ráð."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!