Mark spáir í spilin
Leikur eitt eftir að Ameríkumennirnir komu fram með kauptilboð sitt. Þeir eru ekki enn búnir að kaupa félagið formlega þó það sé líklega bara formsatriði að kaupin verði að veruleika. Líklega verða leikmenn Liverpool ekki að hugsa um þá George Gillett og Tom Hikcs þegar þeir hefja leik á morgun. En Bandaríkjamenninir munu örugglega fylgjast með gangi mála þó úr fjarlægð verði. Þeir félagar munu hafa haldið aftur til Ameríku til að fylgjast með liðunum sínum þar.
Jafnteflið við Everton var dýrkeypt því efstu liðin tvö unnu bæði sína leiki. Það lengdist því bilið í þau sem var nógu langt fyrir. Það var þó bót í máli að Arsenal vann ekki sinn leik. Það er ljóst að Liverpool þarf að halda sér við efnið til að ná einu af fjórum efstu sætunum. Arsenal er ekki langt undan í fjórða sæti og það má alls ekki bregðast að Liverpool hafni í einu af fjórum efstu sætunum. Líkt og undanfarin ár þá er Newcastle United gersamlega óútreiknanlegt lið. Liðið getur gert góða hluti á góðum degi en aðra daga er liðið einfaldlega slakt. Við vorum að Skjórarnir eigi slæman dag á morgun og óopinber valdatíð Ameríkumannanna byrji vel!
Mark Lawrenson þekkir nokkuð vel til á St James Park. Kevin Keegan fékk hann til liðs við sig, um tíma á valdatíð sinni, til að aðstoða við að bæta varnarleik liðsins sem var á þeim tíma helsti veikleiki liðsins. Ekki dugðu ráð Mark til að Newcastle ynni til titla.
Newcastle United v Liverpool
Newcastle hefur náð að komast í gegnum slæman kafla og smá saman eru þeir að fá nokkra menn aftur inn í liðið. Liðið átti þó slakan leik á útivelli gegn Fulham. Þetta er síðasti leikur Liverpool áður en liðið fær tíu daga til að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleik við Barcelona. Liðinu gengur jafnan mjög vel gegn Newcastle og ég held að það góða gengi haldi áfram.
Úrskurður: Newcastle United v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!