Hvernig verður tekið á móti Craig?
Fjölmiðlamenn á Englangi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvernig viðtökur Craig Bellamy muni fá á sínum gamla heimavelli á morgun. Veilsverjinn mun þá snúa aftur á St James Park en Craig lék um tíma með Newcastle United. Þar á bæ voru menn óánægðir með að Craig skyldi fara á sínum tíma. Craig lenti líka í orðaskaki við Terry McDermott eftir leik liðanna á Anfield Road í haust. Sjálfur kvíðir hann engu á sínum gamla heimavelli.
"Ég átti nokkur mjög góð ár þar norðurfrá og naut þess virkilega að spila fótbolta þar. Ég byrjaði að spila undir stjórn Sir Bobby Robson í mjög góðu liði og við enduðum í 3., 4. og 5. sæti þegar ég var þarna. Ég lærði mikið um sjálfan mig þegar ég spilaði með Newcastle. Ég lenti í nokkrum leiðindamálum sem ekki tengdust knattspyrnu á meðan ég var þar en ég var lánsamur því stuðningsmenninrir studdu alltaf við bakið á mér. Ég er auðvitað ekki lengur leikmaður þeirra og mun því örugglega fá minn skammt af stríðni en ég sætti mig við það. Ég fæ oft að heyra það frá áhorfendum og fólki sem þekkir mig ekkert en ég get vel sætt mig við að stuðningsmenn Newcastle láti mig heyra það því þeir reyndust mér svo vel þegar ég spilaði fyrir liðið þeirra."
Terry McDermott sagði þetta að segja aðspurður um endurkomu Craig Bellamy. "Ég er viss um að Craig mun hafa svolitlar áhyggjur af því hvernig stuðningsmennirnir hér munu taka honum. Það er þó mál sem við hjá Newcastle United höfum ekki nokkrar áhyggjur af."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!