Í hnotskurn
Fátt um fína drætti og markalaus grannaslagur á Anfield Road. Þetta er leikur Liverpool og Everton í hnotskurn.
- Þetta var 205. grannaslagur Liverpool og Everton. Eru þá allar keppnir taldar.
- Liverpool hefur unnið 79 af leikjunum, Everton 64 og 62 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
- Þetta var 176. deildarleikur liðanna. Liverpool hefur unnið 65 af þeim og Everton.
- Tap Liverpool á Goodison Park á september var versta tap liðsins gegn Everton frá því 1964.
- Það lá þoka yfir Liverpool fyrir leikinn og í fyrri hálfleik var þoka á sveimi yfir vellinum. Um tíma var útsýnið ekki of gott.
- Þetta var tíundi hádegisleikur Liverpool á leiktíðinni.
- Daniel Agger, Craig Bellamy léku í fyrsta sinn í grannaslag gegn Everton.
- Craig Bellamy lék sinn 30. leik með Liverpool.
- Það var enginn rekinn út af í þessari rimmu. Það hafa nokkrir leikmenn verið reknir út af í leikjum liðanna í gegnum tíðina. Steven Gerrard er þó sá eini til að hafa verið rekinn tvívegis af velli í grannaslag.
- Jose Reina hélt enn einu sinni hreinu á Anfield Road á þessari lektíð. Hann fékk síðast á sig mark í deildinni þar í október þegar Gabriel Agbonlahor skoraði fyrir Aston Villa!
Jákvætt:-) Liverpool sótti linnulaust allan síðari hálfleikinn. Fátt annað.
Neikvætt:-( Þrátt fyrir linnulausa sókn í síðari hálfleik tókst leikmönnum Liverpool ekki að skapa sér nein opin færi. Liverpool nær ekki að leggja Everton að velli á þessari leiktíð því Bláliðar eru víst ekki í Meistaradeildinni. Það er nú reyndar jákvætt!
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Jermaine Pennant.
2. Jamie Carragher.
3. Daniel Agger.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen