| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Xabi Alonso nefnir helstu ógn Barcelona
Xabi Alonso segir að samherji sinn hjá spænska landsliðinu Xavi sé sá leikmaður sem Liverpool þarf að hafa mestar gætur á ef þeir ætli sér að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni. Xabi Alonso fylgdist aðdáendaraugum með leikstjórnanda Barcelona Xavi í sigurleik Spánar gegn Englandi í síðustu viku og viðurkennir Alonso að Xavi sé einn af þeim Spánverjum sem hann myndi mjög vilja fá á Anfield.
,,Hann yrði frábær viðbót fyrir hvaða félag sem er," sagði hann.
,,Mér finnst alltaf mjög gott að leika við hlið hans, vegna þess að hann lætur allt virðast svo auðvelt. Þótt þú sért ekki einu sinni að spila þá er gaman að fylgjast með honum spila, jafnvel þótt einungis sé um æfingaleik að ræða."
,,Hann er það sem ég kýs að kalla þroskaðann leikmann með náttúrulega hæfileika. Hann er erfiðasti andstæðingurinn sem ég hef leikið á gegn."
Xabi Alonso og liðsfélagar hans hjá Liveprool munu halda til Portúgals í nokkra daga í æfingarbúðir fyrir leikinn gegn Barcelona á Nou Camp, miðvikudaginn 21.febrúar. Leikurinn verður í beinni á sjónvarpstöðinni Sýn.
,,Hann yrði frábær viðbót fyrir hvaða félag sem er," sagði hann.
,,Mér finnst alltaf mjög gott að leika við hlið hans, vegna þess að hann lætur allt virðast svo auðvelt. Þótt þú sért ekki einu sinni að spila þá er gaman að fylgjast með honum spila, jafnvel þótt einungis sé um æfingaleik að ræða."
,,Hann er það sem ég kýs að kalla þroskaðann leikmann með náttúrulega hæfileika. Hann er erfiðasti andstæðingurinn sem ég hef leikið á gegn."
Xabi Alonso og liðsfélagar hans hjá Liveprool munu halda til Portúgals í nokkra daga í æfingarbúðir fyrir leikinn gegn Barcelona á Nou Camp, miðvikudaginn 21.febrúar. Leikurinn verður í beinni á sjónvarpstöðinni Sýn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan