| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Klaufalegt tap í kulda og trekki. Liðið hans Rafael Benítez hefur ekki tapað svona áður. Þetta er leikur Liverpool og Newcastle United í hnotskurn.

- Þetta var fyrsta deildartap Liverpool á þessu ári.

- Í fyrsta sinn á stjórnartíð Rafael Benítez tapaði Liverpool deildarleik eftir að hafa náð forystu.

- Fyrir þennan leik hafði Liverpool náð forystu í 58 deildarleikjum undir stjórn Rafael. Liverpool hafði unnið 52 af leikjunum og gert sex jafntefli.

- Á þessari leiktíð hafði Liverpool unnið 14 af þeim 14 deildarleikjum sem liðið hafði náð forystu í.

- Þetta var 42. leikur Newcastle á leiktíðinni. Ekkert lið í deildinni hefur leikið fleiri leiki. Þarna eru leikir í öllum keppnum taldir.

- Þetta var 40. leikur Liverpool.

- Allir muna eftir hinu ævintýralega marki sem Xabi Alonso skoraði í fyrri leik liðanna á Anfield Road þegar Liverpool vann 2:0!. Hann skoraði þá frá eigin vallarhelmingi. Hann var fjarri góðu gamni í þessum leik vegna þess að hann var í leikbanni.

- Craig Bellamy skoraði sitt áttunda mark á leiktíðinni.

- Spánverjinn Álvaro Arbeloa lék sinn fyrsta leik með Liverpool þegar hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik.

Jákvætt:-) Liverpool lék mjög vel í fyrri hálfleik og skapaði sér mörg góð færi. Craig Bellamy var mjög ógnandi í sókninni.

Neikvætt:-( Leikmenn Liverpool gáfu eftir í síðari hálfleik. Bæði mörk Newcastle komu eftir slæm mistök í vörn Liverpool en þau hafa verið sjaldséð síðustu vikurnar. Sóknarmenn Liverpool fóru illa með góð færi og það kom í bakið þegar upp var staðið.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Steve Finnan. Herra Traustur. Steve átti góðan leik á hægri vængnum og lagði sig allan fram.

2. Craig Bellamy. Hann hrelldi vörn Newcastle með hraða sínum í fyrri hálfleik. Craig skoraði gott mark og með smá heppni hefði hann getað skorað þrennu.

3. Jamie Carragher. Fórnaði öllu sínu fyrir liðið eins og hans er von og vísa.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan