Ástæðan fyrir því að ég spila fótbolta
John Arne Riise hlakkar mikið til að takast á við stórlið Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og segir þetta vera ástæðuna fyrir því að hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.
Enginn beygur er í Riise og hafði hann þetta að segja um leikina: ,,Ég var ánægður þegar þeir voru drógust gegn okkur. Það verður frábært að taka þátt í þessum leik og örugglega skemmtilegur á að horfa. Þetta eru sigurvegarar síðustu tveggja ára sem mætast þarna."
,,Þeir unnu keppnina á síðasta ári eins og allir vita og eru sennilega með besta lið í heimi þannig að þetta verður mjög erfitt. En þetta er ástæðan fyrir því að við spilum fótbolta, til að spila í svona leikjum gegn þessum leikmönnum."
,,Mér finnst, sem og öllu liðinu, að við eigum möguleika. Við vitum að þetta er erfitt og þeir líka. Þeir vita hversu góðir við erum heima á sama hátt og að það er erfitt að mæta þeim á þeirra heimavelli. Við verðum einfaldlega að gera okkar allra besta. Við verðum að halda áfram að spila eins og við höfum verið að gera og þá getur allt gerst. Allir eru spenntir yfir því að vera að fara að spila við Barcelona."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna