Ekki einleikið
Hafi menn haldið að ólánið myndi hætta að elta Chris Kirkland eftir að hann hætti að leika með Liverpool þá er nú ljóst að svo er ekki. Chris, sem hefur staðið í marki Wigan á þessari leiktíð, hefur reyndar sloppið nokkuð við meiðsli á þessari leiktíð. Hann varð þó að draga sig út úr enska landsliðshópnum í síðustu viku þegar enska liðið lék við Spánverja. En nú verður Chris frá í mánuð og kannski vel það eftir að hafa meiðst á fingri á æfingu hjá Wigan. Þetta er varla einleikið með kappann! Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir Wigan sem á í harðri fallbaráttu og má illa við að missa Chris sem þykir hafa leikið mjög vel á þessari leiktíð.
Cris Kirkland náði að leika sinn fyrsta landsleik fyrr á leiktíðinni þegar hann kom inn sem varamaður í leik gegn Evrópumeisturum Grikkja. Hann var þá enn leikmaður Liverpool en var í láni hjá Wigan Athletic.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna