Þrennan er takmarkið
Jamie Carragher vill fullkomna þrennuna gegn Barcelona næstkomandi miðvikudag. Varnarmaðurinn er ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum enda er hann ekki að tala um að skora þrennu.
Carra hefur tvisvar sinnum áður spilað á Nou Camp og í hvorugu skipti tókst Barcelona að skora. Hann er viss um að 98 þúsund áhorfendur muni veita leikmönnum Liverpool innblástur til að halda hreinu í þriðja skiptið í röð á þessum fræga velli.
,,Ég hef spilað þarna tvisvar sinnum áður og ég er mikill aðdáandi þessa leikvangs. Fyrir mér er Nou Camp ekki aðeins besti leikvangurinn á Spáni, því þetta gæti verið besti leikvangur í heimi."
,,Leikvangurinn er frábær og ég er viss um að andrúmsloftið verði frábært þegar við skokkum út á völlinn í næstu viku."
Carragher stóð vaktina í vörninni í markalausu jafntefli gegn Barcelona í undanúrslitum UEFA bikarsins árið 2001. Það var svo vítaspyrna Gary McAllister á Anfield sem tryggði Liverpool sæti í úrslitum keppninnar.
Síðast spilaði Carragher á þessum velli árið 2002 í seinni riðlakeppni Meistaradeildarinnar og aftur varð niðurstaðan 0-0 jafntefli. Þrátt fyrir velgengni hingað til á þessum velli segir Carragher: ,,Maður verður að horfa á topplið eins og Barcelona og Real Madrid og þá toppleikmenn sem spila fyrir þessi lið. Það er alltaf hægt að læra af þessum mönnum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!