Í hnotskurn
Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í höfuðstaðinn og unnu sinn þriðja sigur þar í röð. Þetta er leikur Liverpool og Watford í hnotskurn.
- Leikmenn Liverpool léku í hvítu varabúningum sínum í fyrsta sinn í deildarleik.
- Fyrir leiktíðina voru þeir sagðir varabúningar í Evrópukeppni. Auðvitað var ekki hægt að nota gulu varabúningana gegn Watford en í síðustu heimsókn Liverpool á Vicarage Road lék Liverpool í rauðu búningunum sínum. Hvítu búningarnir gáfust þó mjög vel!
- Watford lék síðast í efstu deild á leiktíðinni 1999/2000.
- Liðin mættust síðast í undanúrslitum Deildarbikarsins leiktíðina 2004/2005. Liverpool vann báða leikina 1:0. Steven Gerrard skoraði bæði mörkin.
- Liverpool vann sinn þriðja sigur í röð í Lundúnum.
- Þeir Craig Bellamy, Peter Crouch og Dirk Kuyt léku í fyrsta sinn saman í byrjunarliði Liverpool.
- Liverpool vann fyrri deildarleik liðanna 2:0 á Anfield Road. Það var stutt liðið frá honum því hann fór fram á Þorláksmessu.
Jákvætt:-) Liverpool vann öruggan sigur og rétti úr kútnum eftir tvö slæm töp gegn Arsenal. Sigurinn var aldrei í hættu og enn einu sinni fékk Jose Reina ekki á sig mark. Það var jákvætt að sjá þrjá menn í fremmstu víglínu hjá Liverpool.
Neikvætt:-( Það hefði verið óhætt að skipta varamönnunum fyrr inn á því leikurinn var svo til unninn löngu fyrir leikslok. Danny Guthrie hefði átt að fá að spreyta sig í þerri góðu stöðu í stað einhvers þeirra þriggja reyndu. John Arne Riise hefði til dæmis haft gott af því að hvíla allan leikinn.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Xabi Alonso. Stjórnaði öllu á miðjunni og opnaði vörn Watford hvað eftir annað með nákvæmum sendingum sínum.
2. Craig Bellamy. Vörn Watford réði ekkert við hraðann á Craig. Landsliðsmaður Wales átti þátt í öllum þremur mörkunum.
3. Steve Finnan. Hann fær ekki oft það hrós sem hann á skilið en hann átti framúrskarandi leik fyrir Liverpool. Árvekni hans skóp markið hans Craig Bellamy.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!