Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Stevie
Luis Garcia segir frá viðbrögðum leikmanna þegar það spurðist út á æfingasvæðinu að þeir hefðu dregist gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Greinilegt var á leikmönnum að tilhlökkun skein úr andlitum þeirra frekar en ótti.
,,Við komumst að því að við höfðum lent á móti þeim eftir æfingu og þið hefðuð átt að sjá svipinn á Steven Gerrard og Jamie Carragher, þetta var feykilega mikill svona... ,,Komiði með þá" svipur." Sagði Garcia.
,,Ég held að Barcelona menn geri sér ekki grein fyrir því hvernig Anfield verður í seinni leiknum. Lykillinn er að láta þá ekki komast í gír og gera eins og við gerðum gegn Juventus, Chelsea og gegn Milan í seinni hálfleik."
Garcia segir að sinn uppáhalds Barcelona leikmaður sé danski snillingurinn Michael Laudrup.
,,Ég reyndi að líkjast honum eins og ég gat. Hann var leikmaðurinn sem ég dáðist að og ég fylgdist oft með honum. Hreyfingar hans og stoðsendingarnar, kannski voru aðrir sem kláruðu færin betur og tóku betri aukaspyrnur en ég vildi vera eins og hann."
,,Hann hafði svo gott auga fyrir góðum sendingum, hann var vanur að horfa í aðra átt en sendingin fór, svipað og Ronaldinho gerir núna."
Garcia útskýrði einnig af hverju Evrópuknattspyrnan henti honum betur en enski boltinn. ,,Pressan og æsingurinn í því að ná snertingu gerir lífið erfitt fyrir leikmann eins og mig. Þegar ensk lið spila svo í Evrópu þá verður það þeim oft að falli að spila sama bolta og leikmenn annara liða fá meira pláss á vellinum. Það er eitthvað sem leikmenn á meginlandinu kunna að nýta sér."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!