Í hnotskurn
Sögulegt langskot innsiglaði stærsta sigur leiktíðarinnar. Þetta er leikur Liverpool og Newcastle United.
- Þetta var stærsti sigur leiktíðarinnar.
- Dirk Kuyt opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool.
- Xabi Alonso innsiglaði svo sigur Liverpool með ævintýralegu langskoti frá sínum eigin vallarhelmingi.
- Markið var ekki bara ævintýralegt . Það var líka sögulegt því talið er að leikmaður Liverpool hafi aldrei áður skorað frá eigin vallarhelmingi á Anfield Road!
- Xabi skaut af 60 metra færi þegar hann skoraði þetta sögulega mark!
- Það ótrúlega er að Xabi hefur áður skorað af vallarhelmingi andsæðinganna. Það gerði hann þegar Liverpool vann Luton Town 5:3 í F.A. bikarnum í byrjun árs. Það mark var skorað af 59,15 metra færi samkvæmt opinberum mælingum!
- Það ótrúlega var að markið hans Xabi gegn Newcastle var það fyrsta sem hann skoraði frá því hann skoraði frá sínum eigin vallarhelmingi gegn Luton Town. Já, hvaða leikmaður hefur skorað tvö mörk í röð frá vallarhelmingi andstæðinga sinna?
- Liverpool hefur nú skorað 31 mark í síðustu tólf deildarleikjum þessara liða.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool hélt hreinu í deildinni á leiktíðinni.
- Craig Bellamy skoraði 42 mörk í 128 leikjum fyrir Newcastle United á árunum 2001 til 2005. Hann skoraði ekkert þessara marka gegn Liverpool.
- Luis Garcia lék sinn eitthundraðasta leik með Liverpool.
- Michael Owen var auðvitað fjarri góðu gamni en hann verður frá næstu mánuði eftir meiðslin sem hann varð fyrir á Heimsmeistaramótinu í sumar. Kannski hefði hann bara átt að koma aftur heim til Liverpool? Hugsanlega hefði hann ekki meiðst þá!
Jákvætt:-) Þeir sem sáu Xabi Alonso skora þetta ótrúlega mark urðu vitni að sögulegri stund í sögu Liverpool. Leikmaður Liverpool hefur aldrei áður skorað frá eigin vallarhelmingi! Það er alltaf magnað að verða vitni að svona sögulegum atburðum! Dirk Kuyt skoraði sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja félag. Liverpool lék mjög vel og svo var þetta stærsti sigur leiktíðarinnar.
Neikvætt:-( Ekkert nema þá að markið sem innsiglaði sigurinn lét bíða eftir sér. En það var reyndar vel þess virði að bíða eftir því!
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Xabi Alonso. Þetta ótrúlega mark eitt og sér hefði alveg dugað til að hann hefði verið besti maður vallarins. Þar fyrir utan þá sýndi Xabi Alonso aftur sitt besta gegn Newcastle. Hann átti þátt í fyrsta markinu með glæsilegri sendingu, sem opnaði vörnina, á Steve Finnan. Svo bætti hann seinna markinu við. Það var ekki bara mikilvægt því það var líka eitt af þeim fallegustu mörkum sem nokkurn tíma hafa sést á Anfield.
2. Luis Garcia. Átti framúrskarandi leik gegn Newcastle. Hann var mjög óheppinn að skora ekki eftir frábært einstaklingsframtak þegar hann skaut í stöng. Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum þá var Luis Garcia með sýningu í alls konar brögðum í 100. leik sínum með Liverpool.
3. Dirk Kuyt. Það var verðskuldað að Hollendingurinn skyldi ná sínu fyrsta marki í rauðu peysunni. Dirk Kuyt átt líka góðan leik gegn Newcastle og ógnaði vörn liðsins án afláts.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni