| HI

Jerzy Dudek viðurkennir mistök sín

Jerzy Dudek hefur viðurkennt að vera einn af leikmönnum Liverpool sem var refsað fyrir agabrot í Portúgal um síðustu helgi. Hann segir hegðun sína og annarra leikmanna hafa verið ósæmilega en fregnir fjölmiðla af atvikinu séu ekki að öllu leyti réttar.

"Flest blöðin voru með skrítnar og ósannar fréttir í tengslum við kvöldverð okkar á veitingahúsi í Portúgal. Ég hef meðal annars lesið að ég hafi viljað berja lögreglumann, verið handjárnaður og verið í haldi lögreglunnar. Ekkert slíkt gerðist. Ég viðurkenni hins vegar að við höguðum okkur ósæmilega við þessar aðstæður. Við brugðumst trausti stjórans því að við komum ekki á hótelið fyrr en töluvert eftir miðnætti þegar við áttum að vera komnir í hús. Þá trufluðum við einnig næturfrið annarra hótelgesta.

Okkur leið mjög kjánalega daginn eftir. Stjórinn talaði við okkur og refsaði þeim sem áttu það mest skilið. Ég var einn þeirra. Við verðum að læra af þessu atviki og forðast að slíkt gerist aftur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan