Við munum ekki liggja í vörn gegn Barca
Rafa Benítez segir að það sé fjarri lagi að Liverpool ætli að sækja markalaust jafntefli gegn Barca annað kvöld og ætli sér sigur.
"Við ætlum ekki að fara þangað til að gera 0-0 jafntefli. Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Það væri mikill kostur að skora mark á útivelli. Barcelona er með sókndjarft lið sem er fullvisst um að það geti skorað á Anfield. 0-0 væri ekki slæm úrslit því það eru sömu úrslit og við náðum á útivelli gegn Juventus og Chelsea þegar við unnum Meistaradeildina en við megum ekki stefna að því að halda hreinu.
Við verðum að minnast leiksins gegn Benfica á síðasta tímabili þegar leikurinn stefndi í 0-0 þegar við gerðum mistök sem breyttu öllu. Við verðum að læra af þeim leik."
Benítez vonast til þess að reynsla hans og spænsku leikmannana muni telja á Nou Camp:
"Við höfum leikmenn og þjálfara sem eru vanir því að leika þar. Reynslan gæti reynst okkur dýrmæt. Við vitum hvernig þeir spila og hvernig leikvangurinn er. Barcelona er talið sigurstranglegra liðið. Liðið er á toppnum á Spáni, vann titillinn á síðasta ári og Evrópubikarinn. Við vitum að Barca er sterkt lið en við förum þangað fullir sjálfstrausts. Leikmennirnir eru vel undirbúnir."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni