| Theódór Ingi Ólafsson
Nú þegar spennan er í hámarki í Katalóníu fyrir leikinn á miðvikudag sem flestir vænta að sé leikur umferðarinnar, þá hitti Rijkaard blaðamenn á Nývangi og sagði meðal annars frá því mikla áliti sem hann hefur á Liverpool.
"Mér þykir Liverpool frábært lið, þeir voru það og eru það ennþá. Við bíðum þess með eftirvæntingu að spila á móti þeim. Þetta á eftir að verða spennandi leikur milli tveggja sterkra liða," sagði hann.
"Sögulega séð þá eru þeir eitt af mestu liðunum til að spila á móti. Ég man úr barnæsku minni að hafa horft á þá í sjónvarpinu og
það var alltaf unun að sjá."
"Mér líkar einnig hvernig þeir spila núna, líkar mjög vel. Þeir hafa frábæran þjálfara og frábæra leikmenn."
Mikið hefur verið gert úr því í spænsku fjölmiðlum að Rijkaard sé með sérstaka áætlun gegn hugsanlegri ógn sem stafað gæti af Peter Crouch, en Rijkaard var fljótur að neita því.
"Það er reyndar ekki satt að við séum með sérstakar áætlanir til að stöðva Crouch. Hann er mikilvægur leikmaður en það eru einnig margir aðrir mikilvægir leikmenn hjá Liverpool."
Andstætt Barcelona, sem spiluðu gegn Valencia á sunnudaginn, þá hafa Liverpool haft tíu daga hvíld fyrir leikinn en Rijkaard neitaði því að vera dreginn út í umræðu um hvort það kæmi niður á hans liði.
"Við sjáum það á morgun," bætti hann við. "Tapið á móti Valencia gæti virkað sem hvati á okkur til að gera vel á móti Liverpool."
"Við berum mikla virðingu fyrir þeim og á morgun mun besta liðið vinna leikinn."
TIL BAKA
Rijkaard: Liverpool er frábært lið

"Mér þykir Liverpool frábært lið, þeir voru það og eru það ennþá. Við bíðum þess með eftirvæntingu að spila á móti þeim. Þetta á eftir að verða spennandi leikur milli tveggja sterkra liða," sagði hann.
"Sögulega séð þá eru þeir eitt af mestu liðunum til að spila á móti. Ég man úr barnæsku minni að hafa horft á þá í sjónvarpinu og
það var alltaf unun að sjá."
"Mér líkar einnig hvernig þeir spila núna, líkar mjög vel. Þeir hafa frábæran þjálfara og frábæra leikmenn."
Mikið hefur verið gert úr því í spænsku fjölmiðlum að Rijkaard sé með sérstaka áætlun gegn hugsanlegri ógn sem stafað gæti af Peter Crouch, en Rijkaard var fljótur að neita því.
"Það er reyndar ekki satt að við séum með sérstakar áætlanir til að stöðva Crouch. Hann er mikilvægur leikmaður en það eru einnig margir aðrir mikilvægir leikmenn hjá Liverpool."
Andstætt Barcelona, sem spiluðu gegn Valencia á sunnudaginn, þá hafa Liverpool haft tíu daga hvíld fyrir leikinn en Rijkaard neitaði því að vera dreginn út í umræðu um hvort það kæmi niður á hans liði.
"Við sjáum það á morgun," bætti hann við. "Tapið á móti Valencia gæti virkað sem hvati á okkur til að gera vel á móti Liverpool."
"Við berum mikla virðingu fyrir þeim og á morgun mun besta liðið vinna leikinn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan