Rimman fer að hefjast
Það styttist í að rimma Liverpool, Evrópumeistara 2005, og Barcelona sem urðu Evrópumeistarar 2006 hefjist. Bæði lið hafa undirbúið sig af kostgæfni síðustu daga. Reyndar hefur undirbúningur í herbúðum beggja kannski ekki verið eftir því sem menn þar vildu. Í síðustu viku bárust fregnir af uppþoti í herbúðum Barcelona og svo tapaði liðið síðasta leik sínum 2:1 fyrir Valencia um helgina. Leikmenn Liverpool komust svo í fréttirnar um síðustu helgi eftir að lokahóf þeirra, eftir vel heppnaðar æfingabúðir í Portúgal, fór eitthvað úr böndunum. Rafael Benítez er samt sem áður ánægður með sína menn og telur þá líklega til afreka.
Rafa var hress á blaðamannafundi á Nou Camp fyrir leikinn eins og sjá á myndinni hér til hliðar. "Við erum tilbúnir bæði andlega og líkamlega í þennan leik. Allir leikmennirnir gera sér fulla grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Andrúmsloftið í hópnum er mjög gott. Liðið er tilbúið í slaginn og menn einbeita sér algerlega að komandi leik. Ég er mjög ánægður með að seinni leikurinn er á heimavelli og vona að það eigi eftir að verða okkur í hag. Barcelona skapar sér alltaf marktækifæri og það verður erfitt að halda þeim í skefjum en við reynum okkar besta til að þeir fái eins fá marktækifæri og mögulegt er."
Liverpool hefur ekki tapað í þeim þremur heimsóknum sem liðið hefur hingað til átt til Barcelona og vonandi heldur það gengi í kvöld. Liverpool leikur væntanlega í hvítu varabúningunum sem liðið notar í Evrópuleikjum sínum. Það ætti að vera til góðs að leika í hvítu því Liverpool hefur alltaf leikið í hvítu í heimsóknum sínum til Barcelona!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!