Á Nou Camp í fjórða sinn
Jamie Carragher getur vart beðið eftir leiknum. Hann var fulltrúi leikmanna Liverpool á blaðamannafundi á Nou Camp. Hann þekkir völlinn því þetta er í þriðja sinn þar sem hann leikur þar.
Liverpool er að leika á Nou Camp í fjórða sinn. Fyrsta skiptið var í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Það var leiktíðina 1975/76 þegar Liverpool vann keppnina öðru sinni. Barcelona hafði þá eins og nú mögnuðu liði á að skipa. Hollendingarnir Johan Cruyff og nafni hans Neskens voru í aðalhlutverki. Liverpool lék einn sinn besta útileik í Evrópukeppni fyrr og síðar og þögguðu niðri í 70.000 áhorfendum sem sáu leikinn. Eina markið kom eftir 13 mínútur. Ray Clemence tók langt útspark. Kevin Keegan og John Toshack léku vörn Börsunga grátt og Veilsverjinn skoraði af stuttu færi. Þegar líða tók á leikinn gerðust heimamenn á áhorfendastæðunum óþolinmóðir og tóku að henda sætasessum að varamannabekk Liverpool og inn á völlinn. Joey Jones einn varamanna Liverpool tók að skutla einhverju af sessunum tilbaka. En Bob Paisley bað hann hætta því snarlega ef hann ætlaði ekki að koma af stað enn meiri æsingi meðal áhorfenda. Aðdáendurnir voru ekki að beina reiði sinni að leikmönnum Liverpool. Rauði herinn fór á kostum í alhvítum búningum og sigurinn hefði getað orðið stærri.
Í annað sinn var haldið á Nývang í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða leiktíðina 2000/2001. Óhætt er að segja að Gerard Houllier hafi sjaldan tekist betur upp í að stilla upp skipulögðum varnarleik. Liverpool lék vörnina óáfinnanlega og þrátt fyrir mikla sókn Barcelona fékk liðið varla færi. Ekki ógnuðu leikmenn Liverpool marki heimamanna svo heitið geti en það var öllum sama um það eftir seinni leikinn sem Liverpool vann með vítaspyrnu Gary McAllister.
Þriðja heimsókn Liverpool til Barcelona gekk að mestu fyrir sig eins og sú önnur gerði. Hún kom í riðlakeppni Meistaradeildarinnar leiktíðina 2001/2002. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3:1 á Anfield Road en líkt og leiktíðina áður var varnarleikur Liverpool skotheldur þetta kvöld. Að þessu sinni lagði Phil Thompson, sem leysti Gerard Houllier af í veikindum hans, upp varnarleikinn. Liðin gengu af hólmi án þess að mark væri skorað. Liverpool komst upp úr riðlinum eftir eftirminnilegan sigur á Roma.
Hvað gerist í kvöld þegar Liverpool kemur á Nývang í fjórða sinn? Árangur liðsins þar hingað til er með miklum ágætum. Þrír leikir. Einn sigur og tvö jafntefli. Enn hefur markvörður Liverpool ekki þurft að sækja boltann í mark sitt á þessum sögufræga leikvangi. Vonandi viðhelst það í kvöld!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!