Ýmislegt lagt á sig
Nokkrir stuðningsmenn okkar ástkæra félags tóku sig til eftir frækinn sigur á Barcelona og flögguðu Liverpool fána á Háskólanum á Bifröst.
Fánastöngin er staðsett efst á þaki skólans og lögðu tveir ofurhugar það á sig að flagga fánanum snemma morguns í brjáluðu veðri.
Hér á eftir fer lýsing þeirra félaga á atburðinum:
Við erum nemendur við lögfræðideild Háskólans á Bifröst og erum Liverpoolmenn í húð og hár eins og margir aðrir smekkmenn hér við skólann. Eftir stórkostlegan sigur gærkvöldsins fannst okkur ekki annað hægt en að fagna því við hæfi í dag og hengdum því Liverpoolfána í fánastöng ofan á Háskólanum þar sem hann hefur fengið að hanga í allan dag við mikla athygli íbúa og annarra sem eiga hingað erindi. Við vorum tveir í brjáluðu veðri í morgun að hengja upp fánann og áttum í mesta basli að ná að halda okkur á þakinu í verstu kviðunum!!! Þetta var eins og Eyþór félagi minn sagði “eitthvað sem er nánast þess virði að drepa sig fyrir”. Einn Arsenalmaður hér við skólann var reyndar það bitur yfir þessu uppátæki að hann hótaði að brenna fánann!
Mbk
Þórður Már Jónsson
Eyþór Theódórsson
Hægt er að sjá stærri útgáfu af myndunum með því að smella á þær.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!