Peter Crouch nefbrotnaði gegn Sheffield United
Peter Crouch var borinn alblóðugur af leikvelli gegn Sheffield United í dag. Í ljós kom að hann var nefbrotinn. Þetta staðfesti Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, eftir leikinn. "Peter er nefbrotinn og það þurfti að sauma hann. Þetta er þó ekki alvarlegt. Það er í lagi með hann og ég spjallaði við hann eftir leikinn."
Peter nefbrotnaði þegar einn Robert Hulse sparkaði í andlitið á Peter eftir hornspyrnuna þegar Liverpool fékk fyrri vítaspyrnu sína. Ýmsum þótti sú vítaspyrna heldur ódýr. Þeim sömu mætti benda á að Liverpool hefði getað fengið tvær vítaspyrnur eftir þessa hornspyrnu. Það hlýtur að vera vítaspyrna þegar maður liggur alblóðugur eftir í vítateignum eftir sparkað er í höfðið á honum. Liverpool fékk þó vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og lagði grunninn að stórsigri Liverpool 4:0.
Það kemur síðar í ljós hvort Peter verður eitthvað frá vegna þessara meiðsla sem hann varð fyrir í dag. Vonandi verður hann leikfær sem allra fyrst. Það væri ekki gott að missa markahæsta mann liðsins í meiðsli. Peter hefur skorað 13 mörk á leiktíðinni.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu