Í hnotskurn
Evrópumeistararnir lagðir að velli á sínum eigin heimavelli af þeim sem þeir tóku við af sem meistarar. Ótrúleg uppskrift. Þetta er leikur Liverpool og Barcelona í hnotskurn.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Barcelona hefur tvívegis unnið 1992 og 2006.
- Barcelona hefur unnið allar Evrópukeppninnar. Evrópubikarinn, Evrópukeppni bikarhafa, Evrópukeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Aðeins Ajax, Bayern Munchen og Juventus hafa líka afrekað þetta.
- Bæði Liverpool og Barcelona hafa unnið landskeppni sína átján sinnum.
- Þetta var aðeins í sjöunda sinn sem Evrópumeistar síðustu tveggja ára hafa lent saman. Liverpool vann bikarinn árið 2005, og Barcelona 2006 .
- Þetta var fjórði leikur Liverpool á Nou Camp og liðið hefur aldrei lotið í gras þar.
- Liverpool hafði unnið einn leikjanna og tveimur lyktaði með jafntefli.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool ekki fengið á sig mark í þremur leikjum á Nou Camp. Það kom ekki að sök þótt það gerðist nú!
- Þetta var í þrítugasta sinn sem enskt lið spilaði á Nou Camp. Liverpool er eina enska liðið sem hefur sótt sigur og það tvo á þennan leikvang.
- Þrír leikmenn eru á mála hjá Liverpool sem leikið hafa með Barcelona. Þetta eru þeir Jose Reina, Boudewijn Zenden og Sanz Luis Garcia. Tveir þeir fyrrnefndu komu við sögu á sínum gamla heimavelli.
- Rafael Benítez kann greinilega vel við sig á Nývangi því hann hefur aldrei stýrt tapliði þar.
- Þetta var fyrsta tap Barcelona á heimavelli í Evrópukeppni frá árinu 2004!
- Jamie Carragher lék 86. Evrópuleik sinn. Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri Evrópuleiki fyrir Liverpool. Hann lék 89 leik á Evrópumótunum.
- Craig Bellamy skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni.
- John Arne Riise skoraði í fjórða sinn á þessari leiktíð.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Norðmaðurinn skorar með hægri fæti!
- Craig Bellamy lék eftir afrek landa síns John Toshack og skoraði á Nou Camp. John skoraði sigurmark Liverpool í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða árið 1976.
- Liverpool mætti Barcelona líka í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða 2001. Liverpool vann keppnina í bæði skiptin svo kannski er það góðs viti að leika gegn Barcelona!
Jákvætt:-) Liverpool vann sögulegan sigur á Barcelona og sigurinn fer í flokk með mögnuðustu útisigrum í Evrópusögu Liverpool. Eftir að hafa lent marki undir sneri Liverpool tapstöðu í sigur. Það sýndi gríðarlegan styrk. Allir leikmenn liðsins lögðu sig alla fram og uppskeran varð eftir því. Eftir uppþotið í Portúgal svöruðu leikmenn Liverpool gagnrýnendum sínum fullkomlega. Það var alveg ótrúlegt, eftir fréttirnar um að þeim hafi lent saman í Portúgal, að það skyldu vera þeir Craig Bellamy og John Arne Riise sem skoruðu mörkin. Svo var það golfsveiflan! Fagn ársins!
Neikvætt:-( Það er ekki ástæða til að nefna neitt eftir þennan magnaða sigur!
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. John Arne Riise. Skoraði frábært mark og átti fínan leik vinstra megin á miðjunni.
2. Jamie Carragher. Átti algeran stórleik í vörninni og braut fjölmargar sóknir á bak aftur.
3. Momo Sissoko. Átti algeran stórleik eins og Jamie. Hann barðist eins og allir aðrir og gaf stjörnuleikmönnum Barcelona aldrei stundlegan frið.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni