Nýtt félagsmet!
Sögulegur atburður átti sér stað á Anfield Road í gær þegar Liverpool vann stórsigur 4:0 á Sheffield United! Nýtt félagsmet leit dagsins ljós. Liverpool lék þá níunda deildarleik sinn í röð án þess að andstæðingum þeirra tækist að skora eitt einasta mark. Jose Reina lék fyrstu átta leikina í þessari metsetningu og Jerzy Dudek bætti þeim níunda leik við í gær.
Liverpool fékk síðast á sig deildarmark á Anfield Road þann 28. október í fyrra þegar liðið lagði Aston Villa að velli 3:1. Gabriel Agbonlahor skoraði þá eina mark gestanna. Nú munu liðnar heilar 844 frá því gestaleikmaður skoraði síðast á Anfield Road. Vonandi á þetta ágæta met eftir að bætast enn frekar í næstu leikjum!
Þess er skemmst að minnast að liðið setti nýtt félagsmet í sömu efnum á síðustu leiktíð þegar liðið fékk ekki á sig mark í ellefu leikjum í röð. Jose Reina stóð í markinu í öllum þeim leikjum.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu