Í hnotskurn
Öruggur stórsigur. Guð opnaði flóðgáttirnar og aðrir fylgdu fordæmi hans. Nýtt félagsmet leit dagsins ljós. Þetta er leikur Liverpool og Sheffield United í hnotskurn.
- Liðin mættust áður í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst á liðnu sumri. Þá gerðu þau jafntefli 1:1 í Sheffield.
- Í þeim leik skoraði Robbie Fowler úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið hafði verið á Steven Gerrard. Sama uppskrift var af tveimur mörkum í þessum leik.
- Robbie hefur nú skorað sjö mörk á leiktíðinni.
- Þar af hafa þrjú komið úr vítaspyrnum gegn Sheffield United!
- Sami Hyypia skoraði annað mark sitt á leiktíðinni og það fyrsta í deildinni.
- Steven Gerrard skoraði áttunda mark sitt á þessari leiktíð.
- Robbie skoraði í fyrsta sinn fyrir framan The Kop eftir endurkomu sína. Öll hin mörkin sín hafði hann skorað við Anfield Road enda vallarins.
- Fyrsta markið í leiknum, sem Robbie skoraði úr vítaspyrnu, var 150. deildarmark Liverpool á stjórnartíð Rafael Benítez.
- Javier Mascherano lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Jerzy Dudek kom óvænt í markið því Jose Reina var svefnlaus eftir dvöl á fæðingardeild þar sem hann beið eftir að kona hans fæddi barn.
- Ítalski markmaðurinn Daniele Padelli fékk sinn fyrsta smjörþef af aðalliðinu en hann var á varamannabekknum.
- Neil Warnock hefur stjórnað Sheffield United í yfir 300 leikjum.
- Hann stjórnaði Notts County í efstu deild leiktíðina 1991/92. Þá tapaði liðið hans líka 4:0 á Anfield Road!
- Nýtt félagsmet leit dagsins ljós. Liverpool lék níunda deildarleik sinn í röð án þess að andstæðingum þeirra tækist að skora eitt einasta mark.
- Jose Reina lék fyrstu átta leikina í þessari metsetningu og Jerzy Dudek bætti þeim níunda við.
- Liverpool fékk síðast á sig deildarmark á Anfield Road þann 28. október í fyrra þegar liðið lagði Aston Villa að velli 3:1. Gabriel Agbonlahor skoraði þá eina mark gestanna. Nú munu liðnar heilar 844 frá því gestaleikmaður skoraði síðast á Anfield Road.
Jákvætt:-) Liverpool vann öruggan stórsigur. Sigurinn var vel þeginn eftir að liðið hafði aðeins náð einu stigi úr síðustu tveimur deildarleikjum á undan. Það var frábært að sjá Robbie skora og það tvisvar sinnum. Það gladdi líka augu að sjá Sami Hyypia skora. Síðast en ekki síst leit nýtt félagsmet dagsins ljós. Ekki amalegt dagsverk.
Neikvætt:-( Það var vont að missa Peter Crouch meiddan af leikvelli. Svo var svolítið leiðinlegt að Robbie skyldi ekki ná þrennunni.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Steven Gerrard. Hann réði lögum og lofum á miðjunni. Hnífsblöðungar réðu einfaldlega ekkert við Steven. Hann fékk tvær vítaspynur og skoraði fallegt mark. Gott dagsverk.
2. Robbie Fowler. Hinn magnaði markaskorari. Sýndi tvívegis hvernig á að taka fullkomna vítaspyrnu. Hann átti svo frábæra sendingu á Steven sem gaf af sér mark. Hann var líka óheppinn að ná ekki að skora hat-trick.
3. Javier Mascherano. Fín frumraun hjá nýja stráknum. Í blöðunum sem komu út á laugardagsmorgninum líkti Rafael Benitez honum við Dietmar Hamann. Það mátti skilja þá líkingu miðað við hvernig hann lék gegn Sheffield United.
Víti númer eitt...
Víti númer tvö...
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu